Hafa loks valið veisludag

Justin Bieber og Hailey Baldwin Bieber eru sögð hafa valið ...
Justin Bieber og Hailey Baldwin Bieber eru sögð hafa valið dagsetningu fyrir brúðkaupsveisluna. AFP

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber og fyrirsætan Hailey Baldwin Bieber hafa átt erfitt með að festa niður dag fyrir brúðkaupsveislu sína. Núna hafa þau hins vegar ákveðið dagsetningu ef marka má heimildir TMZ en dagurinn er sagður vera í september.

Bieber og Baldwin giftu sig hjá sýslumanni síðasta haust en héldu ekki veislu. Þau hafa ætlað að halda veislu til að fagna með fjölskyldu sinni og vinum, en hefur það dregist á langinn, meðal annars vegna geðheilsu Biebers.

Nánar tiltekið giftu þau sig 13. september svo kannski slá þau tvær flugur í einu höggi og fagna eins árs brúðkaupsafmæli í leiðinni. 

Hjónin virðast mjög ástfangin ef marka má samfélagsmiðla og tjá ást sína á hvort öðru reglulega. Bieber skrifaði nýlega að hann yrði meira og meira ástfanginn af henni á hverjum degi og að hún væri það besta sem hefði komið fyrir hann í lífinu.

View this post on Instagram

I fall more in love with you every single day. You are the greatest thing that has ever happened to me. I would be lost with out you. #wifeyappreciationday

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Aug 15, 2019 at 4:05pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú laðar að þér vini og aðdáendur vegna þess hversu skemmtileg/ur þú ert. Þér líður best í margmenni, umkringd/ur þeim sem draga það besta fram í þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú laðar að þér vini og aðdáendur vegna þess hversu skemmtileg/ur þú ert. Þér líður best í margmenni, umkringd/ur þeim sem draga það besta fram í þér.