Kristen Wiig sagði já

Kristen Wiig.
Kristen Wiig. mbl.is/AFP

Grínleikkonan Kristen Wiig er á leið upp að altarinu með kærasta sínum, Avi Rothman. Wiig er komin með trúlofunarhring á baugfingur að því er fram kemur á vef People en leikkonan sló sjálf í gegn sem brúðarmeyja í grínmyndinni Bridesmaids 

Wiig og Rothman sem einnig er leikari eru sögð hafa trúlofað sig fyrr á þessu ári. Parið er búið að vera saman í meira en þrjú ár en þau hafa farið leynt með samband sitt. Sögusagnir um trúlofun heyrðust fyrst í maí þegar Wiig mætti með stóran hring á baugfingri á sýningu myndarinnar Booksmart í Los Angeles í maí. 

Wiig er 45 ára og hefur verið gift áður en hún og leikarinn Hayes Hargrove voru gift á árunum 2005 til 2009. 

Nú verður það Kristen Wiig sem klæðist hvíta kjólnum en …
Nú verður það Kristen Wiig sem klæðist hvíta kjólnum en hún lék bestu vinkonuna Annie í myndinni Bridesmaids.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.