Hefðbundið hjónaband hefði drepið hana

Jada Pinkett Smith segir að mörgum giftum konum líði eins …
Jada Pinkett Smith segir að mörgum giftum konum líði eins og þær séu í búri. AFP

Leikkonan og spjallþáttastjórnandinn Jada Pinkett Smith segir að hefðbundið hjónaband hefði drepið hana. Hún er gift leikaranum WIll Smith og hafa þau verið opin um erfiðleika í hjónabandinu í gegnum tíðina. Þau eiga tvö börn, þau Willow og Jaden.

Í viðtali við The Guardian segir Pinkett Smith að henni finnist hugmyndin um hjónaband sem stofnun ekki geðsleg. 

„Ég vissi að ég væri ekki gerð fyrir hefðbundið hjónaband. Meira að segja orðið „eiginkona“: það er gullbúr, gleyptu lykilinn. Jafnvel áður en ég var gift var ég bara „Það mun drepa mig“ og það gerði það næstum. Svo af hverju ætti ég ekki að deila því sem ég hef gengið í gegnum, þegar ég sé fólk þarna úti að reyna að skilja þetta rugl? Við ákváðum að gera þetta opinbert því það er hluti af batanum,“ sagði Pinkett Smith. 

Hún segir þó að hún hafi viljað giftast Will Smith. „Will er lífsförunautur minn og ég gæti ekki beðið um betri förunaut. Ég dái hann, ég vil ekki að fólk haldi að það hafi verið Will sem ég vildi ekki giftast. Við vorum að tala um þetta um daginn. En ég get sagt það með vissu að valdamestu konum í heimi líður eins og þær séu í búri og bundnar niður, vegna allra þeirra fórna sem þær þurfa færa í þessari stöðu. Því langar mig að tala um hvernig okkur líður í alvörunni í hjónabandi. Hvernig líður okkur í alvörunni í öðruvísi óhefðbundnum samböndum? Hvað finnst okkur í alvörunni um að ala upp börn?“ sagði Pinkett Smith.

Hún segir að þetta séu ástæðurnar fyrir því af hverju hún byrjaði með spjallþátt sinn Red Table Talk. Í þáttunum kryfur hún hin ýmsu málefni og veltir upp alvörugefnum spurningum. Hún ræðir reglulega við móður sína og börn sín tvö.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.