Hvítur, hvítur dagur í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Hlynur Pálmason.
Hlynur Pálmason.

Hvít­ur, hvít­ur dag­ur, nýj­asta kvik­mynd leik­stjór­ans og hand­rits­höf­und­ar­ins Hlyns Pálma­son­ar, er ein þeirra 46 kvikmynda sem eru tilnefndar til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun.

Á næstu vikum munu 3.600 aðilar evrópsku kvikmyndaakademíunnar greiða atvkæði um hvaða myndir, leikarar, leikstjórar o.fl. verða valdir í sjálfa keppnina. Tilkynnt verður um niðurstöðu forvalsins á kvikmyndahátíðinni í Sevilla 9. nóvember. Verðlaunahátíðin verður síðan í Berlín 7. desember.

Hér er hægt að lesa um þær myndir sem eru komnar í forval

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto og verður sýnd í þeim hluta er nefnist Contemporary World Cinema. Hátíðin fer fram 5.-15. september næstkomandi en myndin verður frumsýnd hér á landi 6. september.

Myndin hefur þegar hlotið nokkur verðlaun. Aðalleikari hennar, Ingvar E. Sigurðsson, hlaut verðlaun sem besti leikarinn á Critics‘ Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes og einnig á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu í Rúmeníu. Þá var myndin einnig valin sú besta á hátíð í Motovun í Króatíu fyrir skömmu.

Í myndinni segir af lögreglustjóranum Ingimundi, sem Ingvar leikur, sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést af slysförum. Þegar á líður fer hann að gruna að eiginkona hans hafi átt í ástarsambandi við annan mann. Verður sá grunur að þráhyggju og leiðir til gjörða sem hafa slæmar afleiðingar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.