85 ára og vill skilnað eftir 22 ára hjónaband

Larry King og Shawn Southwick King.
Larry King og Shawn Southwick King. mbl.is/AFP

Spjallþáttastjórnandinn Larry King hefur sótt um skilnað frá sjöundu eiginkonu sinni, Shawn Southwick King. Hjónin hafa verið gift í 22 ár en lögmaður Larry King staðfesti fréttirnar á vef People

Heimildarmenn People segja skilnaðinn ekki koma á óvart og sérstaklega ljósi þess að Shawn á að hafa haldið fram hjá honum árið 2016. Á hann að hafa áttað sig á því að hann hafði ekki verið hamingjusamur lengi þegar hann veiktist fyrr á árinu. 

„Larry var nálægt því að deyja og það hreyfði við honum,“ sagði heimildarmaður. „Hann áttaði sig á því að hann hafði ekki verið hamingjusamur lengi.“

Heimildarmenn People taka þó einnig fram að spjallþáttastjórnandinn fyrrverandi hafi ekki verið neinn engill. Hjónin eru sögð hafa sofið hvort í sínu svefnherberginu í áratug. 

Larry King er 85 ára en Shawn Southwick King er 59 ára. Þau giftu sig í september árið 1997 og eiga saman synina Chance sem er tvítugur og Cannon sem er 19 ára. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.