Heather Locklear enn edrú

Heather Locklear ásamt dóttur sinni.
Heather Locklear ásamt dóttur sinni. Skjáskot/Instagram

Melrose Place-stjarnan Heather Locklear er enn edrú ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram. Locklear fór í langtímameðferð síðasta sumar vegna geðlyfja og fíkniefna. 

Síðastliðið ár hefur tekið mikið á leikkonuna, en hún var handtekin síðasta sumar fyrir heimilisofbeldi og að veitast að lögreglu. Hún var einnig lögð inn á sjúkrahús sama sumar vegna oftskömmtunar. Hún var lögð inn á sjúkrahús í nóvember síðastliðnum og nauðungarvistuð í 72 klukkustundir. 

Hún var við það að missa sjálfræðið í lok 2018, en í byrjun 2019 var hún komin í umsjón aldraðra foreldra sinna. Þá var hún hætt með kærastanum sínum, en hann er sagður hafa gert lítið til að halda henni frá fíkniefnunum. 

Nú er hún hins vegar edrú og hefur það gott. Hún birti mynd af sér í byrjun mánaðar á boxæfingu.

View this post on Instagram

So grateful 🙏🏻

A post shared by Heather Locklear (@heatherlocklear) on Aug 20, 2019 at 6:53am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.