Ný stjarna í Eurovision-myndinni

Söngkonan Demi Lovato leikur í Eurovision-myndinni.
Söngkonan Demi Lovato leikur í Eurovision-myndinni. Skjáskot/Instagram

Söngkonan og fyrrverandi Disney-stjarnan Demi Lovato hefur bæst við leikarahóp Eurovision-myndarinnar. Lovato birti myndband af Will Ferrell á Instagram þar sem leikarinn og handritshöfundurinn greinir frá tíðindunum. 

Í myndbandinu segist Will Farrell vera í tökum á nýjustu mynd sinni, Eurovision. Hann segist vera nýbyrjaður í tökum og segir þær ganga mjög vel. Hann greinir síðan frá því að Demi Lovato sé hluti af leikarahópnum. Hann óskar henni einnig til hamingju með afmælið en hún átti afmæli í gær. 

Samkvæmt E! hafði Lovato sést í tökum í Bretlandi áður en tilkynningin kom í gær. Nafn hennar er komið á leikaralistann á Imdb en ekki kemur fram þar hvaða hlutverk hún leikur. Samkvæmt heimildum E! mun Lovato þó leika söngkonuna Katiönu sem lýst er sem einni af betri söngkonum Íslands.  

Lovato hefur gert það gott sem söngkona síðustu ár en hún hóf ferilinn sem leikkona í söngleikjaþáttum á Disney-stöðinni. Lovato bætist í hóp Will Ferrells, Rachel McA­dams og Pierce Brosn­an sem fara öll með hlutverk í myndinni. Íslenku leikararnir Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son, Björn Hlyn­ur Har­alds­son, Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir og Álfrún Gísla­dótt­ir fara einnig með hlut­verki í mynd­inni, en fregn­ir herma að Ólaf­ur Darri Ólafs­son og Hann­es Óli Ágústs­son muni einnig fara með hlut­verk í mynd­inni, sem er fram­leidd fyr­ir streym­isveit­una Net­flix.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant