„The Rock“ launahæsti leikarinn

Dwayne Johnson fékk rúmlega 11 milljarða króna í laun frá …
Dwayne Johnson fékk rúmlega 11 milljarða króna í laun frá 1. júní 2018 til 1. júní 2019. AFP

Leikarinn Dwayne „The Rock“ Johnson er hæst launaðasti leikarinn árið 2019 samkvæmt lista Forbes. Hann var með 89,4 milljónir bandaríkjadala í laun frá 1. júní 2018 til 1. júní 2019, eða um 11 milljarða króna. 

Hann fékk 23,5 milljónir bandaríkjadala fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Jumanji: The Next Level. Hann fær um 700 þúsund fyrir hvern þátt af þáttum HBO, Ballers, og er með samning við Under Armour sem skilar honum þó nokkru. Johnson er því aftur kominn á toppinn, en hann var síðast launahæsti leikarinn árið 2016.

Næst hæst launaðasti leikarinn er leikarinn Chris Hemsworth en hann var með 74,6 milljónir í laun. Hann var aðalstjarna ofurhetjumyndarinnar Avengers: Endgame sem kom út fyrr á árinu.

Þriðji hæsti er Robert Downey Jr. en hann fék 66 milljónir bandaríkjadala í laun á umræddu tímabili. Hann lék einnig í Avenger: Endgame.

Listi Forbes yfir 10 launahæstu leikara heims

  1. Dwayne Johnson - 89,4 milljónir
  2. Chris Hemsworth - 74,6 milljónir
  3. Robert Downey Jr. - 66 milljónir
  4. Akshay Kumar - 65 milljónir
  5. Jackie Chan - 58 milljónir
  6. Bradley Cooper - 57 milljónir
  7. Adam Sandler - 57 milljónir
  8. Chris Evans - 43,5 milljónir
  9. Paul Rudd - 41 - milljónir
  10. Will Smith - 35 milljónir
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.