Beyoncé grét þegar West truflaði Swift

Beyoncé leið illa eftir atvikið.
Beyoncé leið illa eftir atvikið. mbl.is/AFP

Van Toffler, fyrrverandi forseti Viacom Media Networks, segir í viðtali við Billboard að hann hafi komið að tónlistarkonunni Beyoncé grátandi baksviðs á MTV Video Music Awards-hátíðinni árið 2009. 

Eins og einhverjir muna fór allt í háaloft á hátíðinni þegar tónlistarmaðurinn Kanye West ruddist upp á svið þegar tónlistarkonan Taylor Swift tók á móti verðlaunum fyrir besta tónlistarmyndbandið með konu.

Atvikið eftirminnilega.
Atvikið eftirminnilega. GARY HERSHORN

West tróð sér við hlið Swift og truflaði ræðu hennar og sagði að Beyoncé hefði heldur átt að vinna verðlaunin. Það varð uppi fótur og fit í kjölfarið og var Toffler einn af þeim sem rauk baksviðs til að reyna að hughreysta Swift. Þar fann hann hins vegar Beyoncé ásamt föður sínum. Beyoncé var í öngum sínum og sagðist ekki hafa hugmynd um að hann hafi ætlað að gera þetta.

Toffler segist þá hafa stungið upp á því við Beyoncé að bjóða Swift með sér á sviðið ef hún myndi vinna verðlaun síðar um kvöldið. Beyoncé vann svo verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins og bauð Swift með á sviðið, líkt og Toffler stakk upp á.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.