Neitar að hafa haldið fram hjá

Miley Cyrus og Liam Hemsworth eru að skilja.
Miley Cyrus og Liam Hemsworth eru að skilja. mbl.is/AFP

Söngkonan Miley Cyrus neitar að hafa haldið fram hjá eiginmanni sínum Liam Hemsworth. Þetta kemur fram í nýjum pistli sem hún birti á Instagram í nótt. Cyrus sást í sleik við aðra konu á Ítalíu rétt áður en að greint var frá því að hún og Hemsworth væru hætt saman. 

Cyrus áttar sig á því að hún verður að vera hreinskilin við aðdáendur sína. Hún viðurkennir að hafa neitt fíkniefna og sungið um það í vinsælasta lagi sínu til þessa. Hún segist hafa eyðilagt sambönd og haldið fram hjá þegar hún var yngri en það gerði hún ekki nú þegar hún og ástralski leikarinn Hemsworth ákváðu að skilja. 

Söngkonan segir að síðan hún og Hemsworth byrjuðu aftur saman fyrir nokkrum árum hafi hún ekki haldið fram hjá. Hún segist hafa lært af reynslunni. Hún veit að hún er ekki fullkomin og vill ekki vera fullkomin.

„Ég hef fullorðnast fyrir framan ykkur en málið er að ÉG HEF FULLORÐNAST. Ég get játað ýmislegt en ég neita að játa að hjónabandi mínu lauk vegna framhjáhalds,“ segir Cyrus meðal annars. 

Hún segist elska Hemsworth en segist hafa þurft að taka góða ákvörðun fyrir sjálfa sig og skilja við lífið sem hún eitt sinn lifði. Hún segist ekki hafa verið heilbrigðari og hamingjusamari lengi. Cyrus lýkur pistlinum á því að segja að fólk geti sagt ýmislegt um hana en það geti ekki sagt hana vera lygara. 

View this post on Instagram

A post shared by Miley Cyrus (@mileycyrus) on Aug 22, 2019 at 12:47pm PDT

Miley Cyrus.
Miley Cyrus. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant