Vissir þú þetta um Friends?

25 ár eru liðin síðan Friends fór í fyrsta skiptið …
25 ár eru liðin síðan Friends fór í fyrsta skiptið í loftið. mbl.is/AFP

Í ár eru 25 ár síðan þættirnir Firends fóru í fyrsta skipti í loftið. Þættirnir hafa verið vinsælir hjá flestum kynslóðum síðan og nýir aðdáendur hafa bæst í hópinn eftir að þættirnir voru aðgengilegir á Netflix. Nú hefur Netflix boðað að þættirnir hverfi af streymisveitunni í Bandaríkjunum í lok árs. Það er þó ekki útlit fyrir að við hér á Íslandi missum þættina í bráð. 

Það er því alltaf gaman að lesa ýmislegt fróðlegt um þættina sem hafa kætt okkur öll gegnum tíðina og kannski er eitthvað skemmtilegt sem kemur á óvart. 

Þau byrjuðu á botninum 

Allir leikararnir voru lítið þekkt áður en þau fengu hlutverk í Friends. Það mátti bersýnilega sjá á launum þeirra og fengu þau aðeins 22,5 þúsund bandaríkjadali fyrir hvern þátt í fyrstu seríu. Á hverju ári sömdu þau um hærri laun og fyrir hvern þátt í tíundu seríu fengu þau 1 milljón hvert fyrir hvern þátt. 

Phoebe og Chandler áttu að vera í aukahlutverkum

Vinirnir sex stóðu saman í gegnum allt og sömu öll saman um launin sín, vitandi það að styrkur þeirra lá í dýnamíkinni á milli þeirra allra. Það kemur kannski á óvart en Phoebe Buffay og Chandler Bing áttu upphaflega að vera í aukahlutverkum. Síðar var ákveðið að gera þau að aðalleikurum. 

Þemalagið

Lagið I'll Be There For You með The Rembrandts er stór hluti af sögu Friends. Upphaflega átti það þó alls ekki að vera þemalagið fyrir þættina heldur lagið Shine Happy People með REM. Eftir að Friends fóru í loftið skaust það upp á toppinn á flestum tónlistarlistum í Bandaríkjunum.

Cox og Aniston skiptu um hlutverk eftir fyrsta samlestur.
Cox og Aniston skiptu um hlutverk eftir fyrsta samlestur.

Cox átti að leika Rachel Green

Það er erfitt að hugsa sér það en Courteney Cox, sem fór með hlutverk Monicu Geller, átti að fara með hlutverk Rachel Green. Jennifer Aniston, sem fór með hlutver Green, átti að fara með hlutverk Monicu Geller. Eftir fyrsta samlesturinn var hinsvegar ákveðið að þær tvær ættu að skipta um hlutverk. 

Bruce Willis fékk ekki greitt fyrir hlutverk sitt

Stórleikarinn Bruce Willis lék í þremur þáttum af Friends. Hann fékk ekki greitt fyrir vinnu sína, þar sam hann tapaði veðmáli við Matthew Perry, sem lék Chandler Bing í þáttunum, og lék launalaust. Willis fór með hlutverk tengdapabba Ross Geller og kærasta Rachel Green í þáttunum þremur.

Fagnaðarlæti á tökustað

Friends var að mestu leyti tekið upp fyrir framan áhorfendur í sal. Það gat oft reynst vandasamt, þar sem aðdáendur fögnuðu svo mikið. Þegar Tom Selleck, í hlutverk Dr. Richard Burke, kom fyrst fyrir í þáttunum fögnuðu áhorfendur svo mikið að það þurfti að taka senuna aftur upp seinna um kvöldið þegar áhorfendur voru farnir. 

Margir hafa skellt upp úr yfir vinunum í New York.
Margir hafa skellt upp úr yfir vinunum í New York. Wikipedia
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.