Fékk skömm í hattinn

Tommy Lee er Íslandsvinur fram í fingurgóma, eins og svo …
Tommy Lee er Íslandsvinur fram í fingurgóma, eins og svo margir rokkarar. Þessi mynd náðist af kappanum þegar hann þeytti skífum á Nösu heitinni árið 2008. Ekki fylgir sögunni hvort þetta er sama derhúfan og kemur fyrir í fréttinni. Ljósmynd/Jón Svavarsson

Tommy gamli Lee, trommuleikari glysmálmbandsins Mötley Crüe, er vandur að virðingu sinni, eins og menn þekkja, og þegar þjónn bað hann að taka ofan hattinn á hinum víðfræga veitingastað Emeril’s í New Orleans í Bandaríkjunum í vikunni fauk í okkar mann með þeim afleiðingum að honum var gert að yfirgefa staðinn, ásamt spúsu sinni.

Í samtali við sjónvarpsstöðina TMZ, sem sveif á þau skautuhjúin á LAX-flugvellinum í Los Angeles eftir atvikið, sagði Brittany Furlan, eiginkona Lees: „Þetta var eiginlega mjög kjánalegt. Við komum inn á staðinn og settumst niður. Við vorum bæði með hatta á höfðinu og gengilbeinan, gestgjafinn eða hvað það nú kallast, biður Tommy um að taka af sér hattinn. Hvað með hattinn minn? spurði ég þá. Þá svaraði hún: „Það er allt í lagi með hattinn þinn en hann verður að taka sinn ofan.“ 

Í spjallinu kom fram að Lee hefði verið með derhúfu og það samræmist víst ekki stefnu veitingastaðarins. „Æ, rækallinn, sagði þá Tommy, tók af sér húfuna og lagði hana í gaupnir sér. Þá mætti einhver dúddi við borðið hjá okkur. Málið er úr sögunni, húfan er farin og allir sultuslakir hérna, sögðum við. Þá sagði dúddinn: Fyrirgefðu en ég heyrði þig nota blótsyrði hérna,“ sagði Forlan. Þá mun „dúddinn“ hafa beðið Lee um að yfirgefa staðinn. Og það var auðsótt: „Veistu hvað? Hoppaðu upp í rassgatið á þér! Við erum að fara,“ sagði trymbillinn, skýrt og skorinort.

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson