Fyrrverandi klámstjarna á götunni

Lee var eitt sinn klámmyndaleikkona.
Lee var eitt sinn klámmyndaleikkona. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi klámstjarnan Stephanie Saddora, þekkt undir nafninu Jenni Lee í klámheiminum, býr nú í göngum undir Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. Hollenskir kvikmyndagerðarmenn rákust á Lee við tökur á heimildarmenn um göngin og fólkið sem býr í þeim. Hún sagði þeim að hún veldi að búa í göngunum.

Lee var gríðarlega vinsæl þegar hún starfaði enn í klámmyndaiðnaðinum og í dag er hún í 119. sæti yfir bestu klámleikkonur í heimi samkvæmt The Sun.

Hin 37 ára gamla klámstjarna kýs að búa í göngunum og vill ekki flytja þaðan. Kvikmyndagerðarmennirnir rákust á hana og einn þeirra spurði hvort hún hafi ekki verið klámmyndaleikkona einu sinni. Hún svaraði því játandi og segir að hún hafi jafnvel orðið aðeins of fræg.

Lee hefur munað sinn fífil fegurri.
Lee hefur munað sinn fífil fegurri. Skjáskot/YouTube

Hún sagði einnig að hún hafi eignast góða vini í göngunum, betri en hún átti fyrir. Því sjái hún enga ástæðu til þess að flytja úr þeim, þótt hún geti það. 

Umrædd göng liggja undir Las Vegas og voru byggð til þess að taka við miklu regnvatni. Þau geta fyllst mjög auðveldlega, en það rignir sjaldan í Las Vegas enda er borgin í miðri eyðimörk. Það kemur þó fyrir, og þá hafa íbúar ganganna aðeins nokkrar mínútur til þess að koma sér upp úr þeim. 

Göngin eru um 300 kílómetra löng og er talið að um 300 manns búi í þeim. Margir hverjir af íbúum ganganna glíma við fíknivanda eða geðraskanir. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.