Ólafur Ragnar rökræddi við götupredikara í Washington

Ólafur Ragnar Grímsson á götum Washington-borgar.
Ólafur Ragnar Grímsson á götum Washington-borgar. Skjáskot/YouTube

Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gaf sér tíma til að rökræða við götupredikara á götum höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington DC, í mars síðastliðnum. 

Predikarinn, sem er dökkur á hörund, spurði Ólaf Ragnar hvort það væri munur á hvítum mönnum í Bandaríkjunum og á Íslandi. Ólafur Ragnar sagði það jú vera, hvíti maðurinn á Íslandi væri kominn af víkingunum.

Síðan ræddi predikarinn við Ólaf um biblíusögur til að styðja þá kenningu sína að hvítt fólk væri allt komið af svartri konu og væri í raun eins alls staðar í heiminum. Félagi predikarans las svo upp úr Biblíunni fyrir Ólaf og aðra sem áttu leið sína um götuna. Samskiptin voru tekin upp og birt á You-Tube síðu predikarans.

Leiðir þeirra Ólafs og predikarans skildi síðar, og óvíst er hvort predikarinn viti að hann hafi ekki verið að tala við neinn venjulegan Jón frá Íslandi heldur fyrrverandi forseta landsins. 




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson