Eurovison fer fram í Rotterdam

Duncan Laurence, fulltrúi Hollands, fagnar sigri í Eurovision í Tel …
Duncan Laurence, fulltrúi Hollands, fagnar sigri í Eurovision í Tel Aviv í maí. AFP

Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Rotterdam í Hollandi á næsta ári. Í tilkynningu frá keppninni segir að keppnin verð haldin dagana 12., 14, og 16. maí á næsta ári. 

Fulltrúi Hollands fór með sigur af hólmi í keppninni í Tel Aviv í maí og því var komið að Hollandi að halda keppnina. Fimm borgir í Hollandi komu til greina en Rotterdam var talin álitlegasti kosturinn.

Jon Ola Sand, framkvæmdarstjóri keppninnar, segir að valið hafi verið erfitt. „Rotterdam hefur sýnt mikinn áhuga á að halda keppnina og býr yfir réttum húsakosti til þess að bjóða keppendur frá yfir 40 ríkjum velkomna í maí næstkomandi. Við hlökkum til að vinna með Rotterdam og NPO, NOS og AVROTROS að Eurovision í þessari frábæru borg á næsta ári,“ sagði Sand.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og þú andir léttar í dag. Mundu bara að þú verður að vera sjálfum þér samkvæmur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og þú andir léttar í dag. Mundu bara að þú verður að vera sjálfum þér samkvæmur.