Frelsaða amman andlit aðhaldsfatnaðarins

Alice Marie Johnson er nýjasta andlit Skims Solutionwear.
Alice Marie Johnson er nýjasta andlit Skims Solutionwear. Skjáskot/Instagram

Alice Marie Johnson, konan sem Kim Kardashian West frelsaði úr fangelsi, er nýjasta andlit aðhaldsfatnaðarins frá Kardashian West. Aðhaldsfatnaðurinn, sem áður nefndist Kimono, hefur fengið nýtt nafn og ber nú nafnið SKIMS Solutionwear.

Eins og frægt er fékk Kardashian forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, til þess að náða hina 64 ára gömlu langömmu í fyrra. Johnson hafði verið dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir minni háttar fíkniefnabrot.

Johnson stendur nú stolt á aðhaldsfatnaðinum einum saman í nýjustu auglýsingunni frá SKIMS Solutionwear. Í auglýsingunni segir Johnson frá því hvernig Kardashian barðist fyrir frelsi hennar, og hún vissi ekki einu sinni hver Kardashian var á þeim tíma.

View this post on Instagram

Real women, real stories: Alice Marie Johnson (@alicemariefree) wears the Sculpting Bodysuit Mid Thigh ($68 in sizes XXS - 5XL) in Onyx. #ShowYourSKIMS

A post shared by SKIMS (@skims) on Aug 29, 2019 at 12:07pm PDT

Í heimsókn sinni hjá Donald Trump bað Kim Kardashian West ...
Í heimsókn sinni hjá Donald Trump bað Kim Kardashian West hann um að náða Alice Marie Johnson, sem hann og gerði. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að setjast niður og fara í gegnum það, hvernig þú verð tíma þínum og með hverjum. Stattu fast á þínu og láttu aðra um sitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að setjast niður og fara í gegnum það, hvernig þú verð tíma þínum og með hverjum. Stattu fast á þínu og láttu aðra um sitt.