„Jesús er kóngurinn“

Kanye West segir Jesú vera kónginn.
Kanye West segir Jesú vera kónginn. AFP

Það er engum blöðum að fletta um það að fjöllistamaðurinn Kanye West hefur fundið Jesú. Nýjasta plata hans mun bera heitið „Jesus is King“ eða „Jesús er kóngurinn“.

Eiginkona hans, Kim Kardashian West, birti mynd af plötuheitinu, lagalistanum og hvenær platan mun koma út á Twitter í gær. Samkvæmt því mun platan koma út 27. september næstkomandi. 

Af lagalistanum að dæma verður platan mjög trúarleg og vísar oft á tíðum í Biblíuna. West hefur verið að prófa sig áfram með trúarlega tónlist á þessu ári og heldur tónlistarmessur á hverjum sunnudegi. 

Síðasta sunnudag hélt hann messu í bænum Dayton í Ohio til að heiðra minningu þeirra sem létust í skotárásinni þar fyrr í mánuðinum.

Hann hélt einnig sunnudagsmessu á tónlistarhátíðinni Coachella í vor sem féll í kramið hjá tónleikagestum sem og aðdáendum hans. Þar frumflutti hann lagið Water, sem verður á „Jesus is King“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant