Skálmöld fer í langa pásu

Skálmöld tekur sér hlé.
Skálmöld tekur sér hlé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hljómsveitin Skálmöld hefur ákveðið að fara í pásu um óákveðinn tíma frá næstu áramótum. Þetta kemur fram á facebooksíðu hljómsveitarinnar í dag. Einnig kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin í fullri sátt. Kveðjutónleikar verða 21. desember í Reykjavík.

„Kæru vinir.

Skálmöld hefur ákveðið að taka sér pásu eftir árið 2019 um óráðinn tíma. Ákvörðunin er tekin af mikilli yfirvegun og í fullri sátt. 10 ára stím fram á við tekur toll, önnur verkefni, bæði persónu- og vinnutengd, hafa þurft að víkja og nú viljum við búa til tíma fyrir þau.
Við ætlum að kveðja með hvelli í kringum vetrarsólstöður svo merkið 21. desember í dagatalið og reiknið með að vera í Reykjavík á þeim tíma ef þið viljið fagna með okkur. Þá höldum við veislu sem fer svo sannarlega í sögubækurnar, viðburð sem við kynnum mjög bráðlega.

Takk fyrir ótrúlegan áratug. Litla hobbíbandið okkar varð svo sannarlega að skrímsli, og nú þarf það að hvíla sig,“ segir í færslunni á Facebook sem skrifuð er bæði á ensku og íslensku. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson