RÚV líklega sektað en Ísland fær að vera með

Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist …
Hatarar veifuðu borðum með palestínska fánanum og öll Evrópa fylgdist með. Skjáskot/RÚV

Ríkisútvarpið verður líklega sektað í kjölfar þess að nokkrir liðsmenn Hatara héldu á lofti borðum með palestínska fán­an­um í út­send­ingu frá stiga­gjöf Eurovisi­on í vor. Ísland fær samt sem áður að taka þátt í Eurovision á næsta ári, sem fram fer í Rotterdam. 

RÚV hefur eftir Rúnari Frey Gíslasyni, verkefnastjóra Söngvakeppninnar, að RÚV og EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, eigi í viðræðum um hugsanlega sektargreiðslu vegna fánans. Ef af sektinni verður er líklega ekki um háa upphæð að ræða, að sögn Rúnars Freys. 

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, staðfestir í facebookhópnum Júróvisjón 2020 að Íslandi verði ekki meinað að vera með í Eurovision á næsta ári. 

Mikil umræða skapaðist um aðgerðir Hatara en lítið hefur heyrst frá samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva fyrr en nú.

Íslenskir aðdáendur söngvakeppninnar voru að vonum orðnir óþreyjufullir. Einn þeirra, Rakel Árnadóttir, spurði í facebookhópnum Júróvisjón 2020 í gær hvort eitthvað hefði heyrst frá EBU vegna þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári. „Ég get hvíslað því að þér að við verðum auðvitað með,“ skrifar Felix við færslu Rakelar og lætur blikkkarl fylgja með. 
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.