Britney gjörbreytt með brúna lokka

Britney Spears með dökkt hár fyrir nokkrum árum. Stjarnan er …
Britney Spears með dökkt hár fyrir nokkrum árum. Stjarnan er aftur komin með dökkt hár. mbl.is/AFP

Söngkonan Britney Spears er þekkt fyrir ljóst hár en er búin að lita það ef marka má frétt ET! Söngkonan sást með dökkt hár úti að borða með kærasta sínum, Sam Asghari, svo annaðhvort fór Birtney í litun eða var með hárkollu. 

„Hún virtist mjög hamingjusöm, brosti og hló mikið,“ sagði sjónarvottur. Mynd af dökkhærðri Spears á ítölskum veitingastað í Hollywood var birt með fréttinni. Sjónarvotturinn bætti því við að tveir öryggisverðir hefðu verið með kærustuparinu. 

Britney Spears er þekkt fyrir ljósu lokkana.
Britney Spears er þekkt fyrir ljósu lokkana. mbl.is/AFP

Þó svo að Spears sé þekktust fyrir ljósu lokkana er þetta ekki í fyrsta skipti sem hún skartar dekkri hárlit eins og sjá má á myndinni hér að ofan sem tekin var af stjörnunni fyrir nokkrum árum. Spears hefur ekki bara komist í fréttir fyrir nýjan hárlit þar sem frægt er þegar hún rakaði á sér hárið árið 2007. Lá þá líklega eitthvað meira að baki en bara það að breyta um stíl. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einkar gott er að sinna viðskiptum og fjármálum í dag. Láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í hlutunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einkar gott er að sinna viðskiptum og fjármálum í dag. Láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í hlutunum.