Leita að fólki í netflixmynd Clooneys

Leikarinn og leikstjórinn George Clooney mun leikstýra mynd sem að …
Leikarinn og leikstjórinn George Clooney mun leikstýra mynd sem að hluta verður tekinn upp á Íslandi. AFP

Íslenska umboðsskrifstofan Eskimo Casting auglýsti í dag á facebooksíðu sinni eftir „alls konar fólki“ sem hefur áhuga á að vera aukaleikarar í mynd sem George Clooney leikstýrir og tekin verður upp í nágrenni Hafnar í Hornafirði.

Auglýsingin hefur vakið töluverða athygli, enda ekki á hverjum degi sem tækifæri býðst til að leika fyrir Clooney. Auglýst er eftir fólki á aldinum 7-70 ára og vill skrifstofan sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn eða unglinga á aldrinum 7-17 ára sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki sé þá verra ef amma og afi séu áhugasöm líka.

Tökurnar hér á landi munu fara fram dagana 20. október til 7. nóvember í nágrenni Hafnar í Hornafirði og þurfa þeir sem sækja um að geta fengið sig lausa hvaða tvo til þrjá daga sem er á því tímabili.

„Okkur vantar bæði vana áhugaleikara og alls konar fólk án reynslu. Greiðsla fyrir þátttöku er að sjálfsögðu í boði og gæti verið tilvalin fjáröflun fyrir tómstundafélög eins og kóra, björgunarsveitir, skáta, ungliðasamtök og íþróttafélög svo eitthvað sé nefnt,“ segir í auglýsingunni og er fólk hvatt til að senda tölvupóst ásamt mynd, kennitölu og símanúmeri ásamt upplýsingum um starf, nám og leikreynslu sé hún fyrir hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant