Andrés prins í fríi frá opinberum viðburðum

Andrés prins verður ekki á viðburðum á vegum konungsfjölskyldunnar.
Andrés prins verður ekki á viðburðum á vegum konungsfjölskyldunnar. AFP

Andrés prins mun ekki vera viðstaddur viðburði á vegum konungsfjölskyldunnar á næstu vikum. Ástæðan er tengsl Andrésar við bandaríska barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Andrés er sakaður um að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi. 

Andrés átti að vera á nokkrum viðburðum á vegum konungfjölskyldunnar á Norður-Írlandi á næstu vikum. Einn af skipuleggjendum viðburðanna sagði í viðtali við The New York Post að það myndi breyta tilgangi viðburðanna ef hann yrði viðstaddur. 

Andrés prins er sonur Elísabetar Englandsdrottningar. Hann er næstyngstur af systkinunum fjórum og áttundi í erfðaröðinni að krúnunni. Dætur hans eru Eugene prinsessa og Beatrice prinsessa. Andrés mætti ásamt móður sinni á viðburð fyrir nokkrum vikum, eftir að mál hans kom upp. Hann hefur þó lítið sést síðan.

Kona hefur stigið fram og sagt að hún hafi verið neydd til kynmaka með Andrési þegar hún var 17 ára gömul. Buckinghamhöll hefur neitað öllum ásökunum á hendur Andrési.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er svo auðvelt að taka eigin skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð. Hleyptu skynseminni og teldu upp að tíu þegar það sýður á þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er svo auðvelt að taka eigin skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð. Hleyptu skynseminni og teldu upp að tíu þegar það sýður á þér.