Pitt gekk of langt og hætti að drekka

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. mbl.is/AFP

Brad Pitt hætti að drekka þegar hann var að jafna sig á skilnaðinum við leikkonuna Angelinu Jolie. Í viðtali við The New York Times segist Pitt hafa verið í eitt og hálft ár í AA og það sem kom fram á fundum fór aldrei í blöðin. 

Pitt var að taka upp kvikmyndina Ad Astra og að vinna sig í gegnum skilnað árið 2017. Í viðtalinu er hann spurður hvort vinnan við myndina hafi hjálpað honum. 

„Staðreyndin er sú að við berum öll með okkur sársauka, sorg og missi,“ segir Pitt. „Við eyðum mestu af tíma okkar í að fela þetta en þetta er þarna, inni í þér. Svo þú opnar þessa kassa.“

Pitt segir ekki nákvæmlega hvað hann gerði en segist hafa gengið eins langt og hann gat og tekið í burtu „drykkjuhlunnindin“ eins og hann orðar það. Hann var í AA í eitt og hálft ár eftir að Jolie sótti um skilnað.

Hann fór á meðferðarfundi með öðrum karlmönnum og upplifði þar mikið traust. Það dæmdi hann enginn og hann dæmdi því ekki sjálfan sig. Sögur hans voru til dæmis ekki seldar í slúðurblöð. 

„Það var í rauninni mjög frelsandi að fletta ofan af ljótu hliðinni þinni,“ segir Pitt í viðtalinu og segir það mikils virði. 

Brad Pitt hætti að drekka.
Brad Pitt hætti að drekka. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.