Trúir því að Woody Allen sé saklaus

Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson. mbl.is/AFP

Leikkonan Scarlett Johansson segist trúa því að leikstjórinn Woody Allen sé saklaus og hafi ekki beitt ættleidda dóttur sína, Dylan Farrow, kynferðislegu ofbeldi á tíunda áratug síðustu aldar. Málið varð aftur áberandi í kjölfari MeeToo-byltingarinnar og má segja að Allen hafi aldrei verið óvinsælli. Margar stjörnur hafa gefið út að þær sjái eftir samstarfi sínu við Allen eða heitið því að vinna ekki með honum aftur

Johansson var spurð hvað henni þætti um Woody Allen í viðtali við Hollywood Reporter. Johansson er alls ekki á þeim buxunum að vinna ekki fyrir leikstjórann aftur en Allen leikstýrði henni í Match Point, Scoop og Vicky Cristina Barcelona.

„Ég elska Woody,“ sagði leikkonan. „Ég trúi honum og myndi vinna með honum aftur. Ég hitti hann hvenær sem ég get og ég hef átt mörg samtöl við hann um þetta. Ég hef verið hreinskilin við hann og hann hefur verið hreinskilinn við mig. Hann heldur áfram að lýsa yfir sakleysi sínu og ég trúi honum,“ sagði Johansson enn fremur. 

Dyl­an Farrow, sem var ætt­leidd af Allen og þáver­andi eig­in­konu hans, Miu Farrow, hef­ur greint frá því að hann hafi beitt hana kyn­ferðis­legu of­beldi þegar hún var sjö ára göm­ul árið 1992. Hún hef­ur ít­rekað greint frá of­beld­inu af hálfu pabba síns án þess að henni hafi al­mennt verið trúað eða það haft ein­hver áhrif á störf hans þangað til nú. 

Woody Allen.
Woody Allen. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson