Ingvar E. hitti Ídu fyrst í sundi

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var frumsýnd í vikunni. Frumsýningagestir lofuðu leik aðalleikaranna og samspil þeirra. Það eru þau Ingvar E. Sigurðsson og Ida Mekkín Hlynsdóttir, dóttir leikstjórans, sem fara með aðalhlutverkin. Hér að ofan má sjá myndband sem sýnir að tenging þeirra nær lengra en bara á hvíta tjaldið. 

Í myndbandinu segja þau skemmtilega frá tökuferlinu og hvernig þau hittust en það var í sundi fyrir tilviljun á Hornafirði. Ída er greinilega ánægð með mótleikara sinn og segir að ef mótleikarinn er góður þá verður maður öruggur. 

Ingvar E. Sig­urðsson hef­ur nú þegar unnið til verðlauna bæði á Cann­es og í Tran­sylvan­íu fyr­ir túlk­un sína á Ingi­mundi. Hann er frá­bær leik­ari sem verður bara betri með ár­un­um og er virki­lega góður í hlut­verki Ingi­mund­ar. Ída Mekkín Hlyns­dótt­ir er al­gjör­lega æðis­leg í hlut­verki Sölku og ljær per­sónu sinni af­slöpp­un, gáska og kraft,“ skrifar Brynja Hjálms­dótt­ir kvikmyndagagnrýnandi um frammistöðu þeirra Ingvars og Ídu í dómi sínum í Morgunblaðinu á fimmtudaginn en myndin fékk heilar fimm stjörnur

Hvítur, hvítur dagur segir frá Ingimundi sem er lögreglustjóri sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson