Ekki auðvelt að vera kærasta Ronaldos

Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo í Madríd í sumar.
Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo í Madríd í sumar. mbl.is/AFP

Spænska fyrirsætan Georgina Rodriguez sagði í viðtali við The Sun á dögunum að það væri ekki auðvelt að vera með knattspyrnustjörnunni Cristiano Ronaldo. Hún segist þó vera ánægð með hann. 

„Að vera maki einhvers sem er svona frægur er ekki auðvelt en ég myndi aldrei vilja breyta því,“ sagði Rodriguez um sambandið við barnsföður sinn. 

Rodriguez er fyrirsæta sem vann í Gucci-búð þegar hún hitti stjörnuna. Hún sat nýlega fyrir í nærfataauglýsingu og segist alltaf sofa í nærfötum. „Saman erum við sterkari og það er gagnkvæm hrifning. En að tæla og dreyma er svo mikilvægt. Ég sef alltaf í nærfötum og vil helst kynþokkafullan nærfatnað.

Við hittumst fyrst í Gucci þar sem ég vann sem við afgreiðslu,“ sagði Rodriguez um það þegar þau hittust fyrst. „Nokkrum dögum eftir það hittumst við aftur á viðburði á vegum merkisins. Það var þá sem við gátum talað seman í rólegra umhverfi fyrir utan vinnuumhverfi mitt. Það var ást við fyrstu sýn hjá okkur báðum.“ 

Cristiano Ronaldo, Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo yngri.
Cristiano Ronaldo, Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo yngri. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant