Meghan krýnd framapotari ársins

Meghan hertogaynjan af Sussex.
Meghan hertogaynjan af Sussex. mbl.is/AFP

Meghan hertogaynja af Sussex heldur áfram að finna fyrir því í breskum fjölmiðlum. Hún hefur nú fengið þann vafasama heiður að tróna á toppi lista yfir framapotara ársins hjá tímaritinu Tatler. 

Meghan er ekki lýst sem algjörri öskubusku enda gekk hún í einkaskóla og átti föður sem vann Emmy-verðlaun fyrir lýsingu. Hún er þó sögð hafa nælt sér í hlutverk sem henti henni fullkomlega; að koma bresku konungsfjölskyldunni inn í 21. öldina. 

Meghan og Harry hafa ekki átt sjö dagana sæla undanfarið en þau hafa fengið slæma umfjöllun fyrir meðal annars að ferðast um á einkaþotum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hin bandaríska Meghan fær leiðinlega umfjöllun en stjörnurnar hafa verið duglegar að verja hana og biðja fólk að láta hana í friði, þar á meðal Beyoncé, George Clooney og Elton John.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson