Scooter til landsins í þriðja sinn

Frá tónleikum Scooter í Laugardalshöll árið 2004. Hér lyftir söngvarinn …
Frá tónleikum Scooter í Laugardalshöll árið 2004. Hér lyftir söngvarinn H.P. Baxxter hendi, til marks um að fjörið sé í þann mund að hefjast. mbl.is/Árni Sæberg

Þýska danstónlistarsveitin Scooter kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll 26. október næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá tónleikahöldurum lofar sveitin kröftugum tónleikum, en tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við útvarpsstöðina FM957. Miðasala hófst í dag. 

Scooter er þýskt teknóband sem stofnað var í Hamborg árið 1993 og hefur sveitin gefið út fjölmarga slagara síðan þá, sem ómað hafa á skemmtistöðum um allan heim.

Sveitin kom hingað til lands árið 2004 og spilaði þá fyrir fullu húsi í Laugardalshöllinni. Einnig lék sveitin fyrir dansþyrsta á Bestu útihátíðinni sem fram fór í Galtalæk árið 2010. Nú er stefnan sett á að endurtaka leikinn.

Rikki G, ClubDub og DJ Muscleboy munu hita upp fyrir Scooter, samkvæmt upplýsingum frá tónleikahöldurum. Í tilkynningu er því lofað að Scooter muni taka alla sína „hittara,“ þar á meðal „Hyper Hyper,“ „Move your ass,“ „How Much is the Fish?“ og „Maria (I Like it Loud)“.

Scooter kom einnig á Bestu útihátíðina í Galtalæk árið 2010. …
Scooter kom einnig á Bestu útihátíðina í Galtalæk árið 2010. Þar var rífandi stemning. Ljósmynd/Jakob Fannar Sigurðsson
Frá tónleikunum í Laugardalshöll 2004. Allir í góðum gír.
Frá tónleikunum í Laugardalshöll 2004. Allir í góðum gír. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant