Segir fátt erfiðara en súludans

Jennifer Lopez á frumsýningu Hustlers.
Jennifer Lopez á frumsýningu Hustlers. mbl.is/AFP

Áður en Jennifer Lopez byrjaði að undirbúa sig fyrir myndina Hustlers var hún spennt fyrir því að þurfa að læra súludans. Myndin var frumsýnd um helgina og á rauða dreglinum viðurkenndi söng- og leikkonan að það hefði verið mun erfiðara en hún bjóst við að læra súludans að því er fram kemur á vef BBC. 

„Ég þarf að læra að dansa súludans, þetta á eftir að verða svo skemmtilegt,“ segist Lopez hafa hugsað með sér í viðtali á rauða dreglinum fyrir frumsýningu myndarinnar í Toronto.

„Þetta er það erfiðasta í heimi,“ hugsaði stjarnan þó með sjálfri sér þegar hún var byrjuð. Það var mun flóknara en hún hélt að snúa sér og stoppa. 

Myndin fjallar um hóp af nektardansmeyjum í New York sem leika á kúnna sína með áfengi og eiturlyfjum í þeim tilgangi að féfletta þá. Myndin er byggð á sannri sögu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.