Aldrei þessu vant var íslensk mynd valin

Yrsa á heimsfrumsýningu Síðasta haustsins í Tékklandi.
Yrsa á heimsfrumsýningu Síðasta haustsins í Tékklandi. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska heimildarmyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg keppir um aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík (RIFF), Gullna lundann, þetta er aðeins í annað sinn í 16 ára sögu RIFF að íslensk mynd kemst í keppnisflokkinn. Aðalflokkur hátíðarinnar er Vitranir (New Visions) þar sem nýir leikstjórar tefla fram sinni fyrstu eða annarri mynd og aldrei þessu vant var ein íslensk mynd valin í hóp keppenda.

Kvikmyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg var heimsfrumsýnd á Karlovy Vary-hátíðinni í Tékklandi 1. júlí síðastliðinn. Myndin er 78 mínútna heimildarmynd um bændur sem bregða búi á Krossnesi í einum afskekktasta hreppi landsins, Árneshreppi á Ströndum.

Úr myndinni Síðasta haustið.
Úr myndinni Síðasta haustið. Ljósmynd/Aðsend

Þetta er önnur heimildarmynd Yrsu, en fyrsta mynd hennar Salóme var valin besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Panorama 2014 og var það í fyrsta og eina sinn sem íslenskri heimildarmynd hefur hlotnast sá heiður.

Yrsa Roca Fannberg leikstjóri er með BA-gráðu í myndlist frá Chelsea College of Art í London og MA í skapandi heimildamyndagerð frá Pompeu Fabra í Barcelona. 

RIFF fer fram 26. september til 6. október. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er svo auðvelt að taka eigin skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð. Hleyptu skynseminni og teldu upp að tíu þegar það sýður á þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er svo auðvelt að taka eigin skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð. Hleyptu skynseminni og teldu upp að tíu þegar það sýður á þér.