Græðir á tá og fingri á aðhaldsfatnaðinum

Kim Kardashian West græðir á tá og fingri.
Kim Kardashian West græðir á tá og fingri. mbl.is/AFP

Aðhaldsfatnaður raunveruleikaþáttastjörnunnar Kim Kardashian West, SKIMS, fór í sölu í gær. Fatnaðurinn seldist allur upp og var áhuginn svo mikill að vefsíðan lá niðri þegar fatnaðurinn átti að fara í sölu. 

Um klukkustundar seinkun varð því á sölunni. Á fyrstu mínútunum seldi Kardashian West aðhaldsfatnað fyrir rúmlega tvær milljónir bandaríkjadala eða 251 milljón íslenskra króna. 

Þetta er áður óséður áhugi á aðhaldsfatnaði en Spanx, vinsæll framleiðandi á markaðnum, hagnaðist um fjórar milljónir bandaríkjadala á fyrsta ári sínu. Kardashian West náði helmingnum af því á aðeins nokkrum mínútum. 

Þetta nýja útspil Kim Kardashian hefur því skilað henni þó nokkrum krónum í kassann. Það er þó óvíst að hún muni ná yngri systur sinni Kylie Jenner en auðæfi hennar eru metin á einn milljarð bandaríkjadala. Auðæfi Kardashian West voru metin á 350 þúsund bandaríkjadali í mars síðastliðnum.

Brösulega gekk hjá Kardashian West að koma SKIMS á markað, en hún kynnti aðhaldsfatnaðinn fyrst undir öðru nafni, KIMONO. Hún breytti um nafn á vörunni eftir að henni var bent á að kímónó væri þjóðbúningur Japana. 

Þegar Kardashian West tilkynnti svo nafnbreytinguna var frelsaða amman, Alice-Marie Johnson, andlit nýjustu auglýsingaherferðarinnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.