Lögreglan leitar að tvífara Walters Whites

Bryan Cranston í hlutverki Walter White til vinstri og Todd ...
Bryan Cranston í hlutverki Walter White til vinstri og Todd Barrick Jr. til hægri. Samsett mynd

Lögreglan í Illinois-ríki í Bandaríkjunum lýsti eftir manni á Facebook fyrir brot á skilorði. Lögreglan lét mynd fylgja auglýsingunni og hefur myndin vakið sérstaka athygli þar sem maðurinn á henni þykir vera tvífari karaktersins Walters Whites úr þáttunum Breaking Bad. 

Maðurinn á myndinni er hinn fimmtugi Todd Barrick jr. og segir Fox News að hann sé grunaður um að vörslu á metamfetamíni.

Walter White í Breaking Bad, leikinn af Bryan Cranston, framleiddi einmitt metamfetamín og hafa netverjar skemmt sér mikið yfir auglýsingunni. 

Sumir hafa stungið upp á að lögreglan leiti í bænum Albuquerque í New Mexíkó-ríki, en Breaking Bad gerist í bænum. Annar skrifaði „Heisenberg lifir“.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.