Lögreglan leitar að tvífara Walters Whites

Bryan Cranston í hlutverki Walter White til vinstri og Todd …
Bryan Cranston í hlutverki Walter White til vinstri og Todd Barrick Jr. til hægri. Samsett mynd

Lögreglan í Illinois-ríki í Bandaríkjunum lýsti eftir manni á Facebook fyrir brot á skilorði. Lögreglan lét mynd fylgja auglýsingunni og hefur myndin vakið sérstaka athygli þar sem maðurinn á henni þykir vera tvífari karaktersins Walters Whites úr þáttunum Breaking Bad. 

Maðurinn á myndinni er hinn fimmtugi Todd Barrick jr. og segir Fox News að hann sé grunaður um að vörslu á metamfetamíni.

Walter White í Breaking Bad, leikinn af Bryan Cranston, framleiddi einmitt metamfetamín og hafa netverjar skemmt sér mikið yfir auglýsingunni. 

Sumir hafa stungið upp á að lögreglan leiti í bænum Albuquerque í New Mexíkó-ríki, en Breaking Bad gerist í bænum. Annar skrifaði „Heisenberg lifir“.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og styrkur þinn og sjálfstraust eflist gæti nánustu samböndum þínum verið ógnað. Menn eiga að láta drauminn rætast, þótt aðrir sjái engan tilgang með breytingunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Um leið og styrkur þinn og sjálfstraust eflist gæti nánustu samböndum þínum verið ógnað. Menn eiga að láta drauminn rætast, þótt aðrir sjái engan tilgang með breytingunum.