Byrjuð með fyrrverandi mági sínum?

Hayden Panettiere.
Hayden Panettiere. mbl.is/AFP

Leikkonan Hayden Panattiere sást rölta um götur New York í síðustu viku með Zach Hickerson. Héldust þau í hendur en myndir birtust á vef E!. Svo vill reyndar til að Zach þessi Hickerson er bróðir fyrrverandi kærasta hennar, Brians Hickersons. 

„Þau litu út fyrir að líða vel. Eins og alvörupari,“ sagði sjónarvottur sem sagði þau einnig hafa litið út fyrir að vera mjög náin hvort öðru.

Panattiere hætti með leikaranum Brian Hickerson fyrir nokkrum mánuðum en hún fékk nálgunarbann á hann eftir að hann var handtekinn fyrir heimilisofbeldi fyrir fjórum mánuðum. 

Heimildarmaður E! segir að leikkonan hafi treyst á fyrrverandi mág sinn til þess að komast yfir bróður hans og fyrrverandi kærasta sinn. Fólk tengt Panattiere er þó ekki sátt við samband þeirra. Einnig hefur komið fram á öðrum miðlum að Panattiere og Zach Hickerson séu bara vinir. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér takist ekki að breyta skoðunum annarra er alveg öruggt að málflutningur þinn fellur í góðan jarðveg. Ekki láta koma þér á óvart.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér takist ekki að breyta skoðunum annarra er alveg öruggt að málflutningur þinn fellur í góðan jarðveg. Ekki láta koma þér á óvart.