Fer Huffman í fangelsi?

Felicity Huffman er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lynette Scavo …
Felicity Huffman er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lynette Scavo í þáttunum um Aðþrengdu eiginkonurnar. AFP

Kveðinn verður upp dómur í máli leikkonunnar Felicity Huffman á morgun, föstudag. Ákæruvaldið fór fram á í eins mánaðar fangelsi, 12 mánaða skilorðsbundinn dóm þar á eftir og verði gert að greiða 20 þúsund bandaríkjadali. 

Þótt kröfur ákæruvaldsins hljómi nokkuð vægar er alls óvíst hvort Huffman fari raunverulega í fangelsi og margir sem telja að hún muni ekki þurfa að afplána dóminn að fullu. 

Huffman er ákærð í háskólasvindlsmálinu og hefur viðurkennt sekt sína. Hún greiddi stelpu 15 þúsund bandaríkjadali fyrir að taka SAT-próf fyrir dóttur sína svo hún fengi hærri einkunn og ætti möguleika á að komast inn í betri háskóla.

Lögspekingur People, J. Tooson, bendir á að þetta sé óverulegur tími sem ákæruvaldið fer fram á sem gefur dómaranum til kynna að þeim þyki sanngjarnt að Huffman fari aðeins í skilorðsbundið fangelsi. 

Huffman fór sjálf fram á það í bréfi við dómarann að hún myndi fá eins árs skilorðsbundinn dóm og sinna samfélagsvinnu. „Ég veit að það er ekki hægt að réttlæta það sem ég gerði. Já það er heildarmyndinni, en þegar upp er staðið skiptir það ekki máli því ég hefði getað sagt nei við svindlinu. Ég ber ótvírætt ábyrgð á gjörðum mínum og virði þá refsingu sem ég mun fá, sama hver hún verður,“ skrifaði Huffman í bréfinu.

27 manns skrifðu bréf til stuðnings Huffman, þar á meðal Eva Longoria og eiginmaður Huffman. Tooson sagði það algengt og eðlilegt að sakborningur skrifaði dómara bréf máli sínu til stuðnings. Hann segir bréf Huffman nokkuð gott og að það muni vera henni í hag.

„Vanalega er bréfið ekki mjög langt, þú vilt að dómarinn nenni að lesa það og íhuga innihald þess. Af öllum bréfunum mun bréfið frá Huffman hafa mikil áhrif á dómarann,“ sagði Tooson.

Felicity Huffman og eiginmaður hennar William H. Macy.
Felicity Huffman og eiginmaður hennar William H. Macy. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.