Hart útskrifaður af sjúkrahúsi

Kevin Hart hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Kevin Hart hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. AFP

Leikarinn Kevin Hart er útskrifaður af sjúkrahúsi eftir bílslys sem hann lenti í 2. september síðastliðinn. Líðan hans er sæmileg eftir atvikum en hann þurfti að fara í stóra aðgerð á baki. 

Hart er þó ekki kominn heim heldur dvelur hann á endurhæfingarstöð. Hann meiddist illa á baki í bílslysinu en hann var farþegi í sínum eigin bíl. Vinur hans, Jared Black, var við stýrið þegar slysið átti sér stað. Lögregla hefur útilokað að Black hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ýmsar breytingar sem þig langar til að ná fram. Gerðu þetta eitthvað að veruleika og líf þitt verður fyllra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ýmsar breytingar sem þig langar til að ná fram. Gerðu þetta eitthvað að veruleika og líf þitt verður fyllra.