Tók fram að konan hefði ekki verið íslensk

Bill Burr talaði um Ísland í þætti Jimmy Kimmel.
Bill Burr talaði um Ísland í þætti Jimmy Kimmel. skjáskot/Youtube

Uppistandarinn Bill Burr var með uppistand í Hörpu í apríl. Hann sagði ótrúlega sögu af veru sinni á Íslandi í þætti Jimmys Kimmels í gær, miðvikudag. Burr og fjölskylda hans voru í viku á Íslandi á meðan hann var í uppistandsferð um Evrópu. 

Hann segist hafa verið á hól í Reykjavík að reykja vindil þegar kona nálgast hann og biður hann um að ýta sér niður hólinn. Í fyrstu hélt hann að þetta væri falin myndavél en lætur að lokum tilleiðast og ýtir konunni niður hólinn. Eftir að hafa rúllað niður hólinn stóð konan upp og sagði að það hefði verið blautt og fór aftur til hans og byrjaði að tala við hann. Fannst honum þetta allt mjög skrítið.  

„Hún var frá Póllandi, svona er íslenskt fólk ekki,“ sagði Burr í lokin. 

Burr er meðal annars með nýjan uppistandsþátt á Netflix þar sem ekkert er honum óviðkomandi. Gerir hann meðal annars grín að MeeToo-hreyfingunni og öðru kynferðislegu ofbeldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler