Demi Moore nakin á forsíðu Harper's Bazaar

Demi Moore.
Demi Moore. mbl.is/AFP

Leikkonan Demi Moore situr fyrir nakin á forsíðu Harper's Bazaar í október. Í forsíðuviðtalinu ræðir Moore við leikkonuna Lenu Dunham um líf sitt, fíkniefnavandann, hjónabönd sín við Bruce Willis og Ashton Kutcher og þá áráttu sína að safna brúðum. 

Forsíða Harper's Bazaar í október.
Forsíða Harper's Bazaar í október. skjáskot

Hin 56 ára gamla leikkona er óaðfinnanleg á forsíðunni, en einkaþjálfarinn hennar sagði við InStyle að hún stundaði jóga reglulega, einbeitti sér að því að styrkja kvið- og bakvöðva og lyfti lóðum reglulega. 

Moore hefur glímt við áfengis- og fíkniefnavanda allt sitt líf. Hún varð edrú þegar hún var á þrítugsaldrinum. Féll á fimmtugsaldrinum en varð aftur edrú áður en hún varð fimmtug.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikkonan situr fyrir nakin á forsíðu tímarits, en hún sat fyrir ólétt á forsíðu Vanity Fair árið 1991.

Demi Moore var ólétt á forsíðu Vanity Fair árið 1991.
Demi Moore var ólétt á forsíðu Vanity Fair árið 1991. skjáskot/Elle
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er svo auðvelt að taka eigin skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð. Hleyptu skynseminni og teldu upp að tíu þegar það sýður á þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er svo auðvelt að taka eigin skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð. Hleyptu skynseminni og teldu upp að tíu þegar það sýður á þér.