Feitt fólk er ekki heimskt og latt

James Corden.
James Corden. mbl.is/AFP

Spjallþáttastjórnandinn vinsæli James Corden fékk sig fullsaddan á fitufordómum á dögunum þegar bandarískur þáttastjórnandi að nafni Bill Maher sagði að fólk ætti ekki að hætta að fitusmána feitt fólk. Það þyrfti að byrja á því aftur. Corden nýtti skjátíma sinn til þess að segja frá sinni eigin reynslu. 

Corden, sem er 41 árs, segist lengi hafa glímt við ofþyngd og hafi síðan hann man eftir sér verið í megrun. 

„Það er algengur og móðgandi misskilningur að feitt fólk sé heimskt og latt en við erum það ekki. Við skiljum það. Við vitum það. Við vitum að ofþyngd er ekki góð fyrir okkur. Og ég hef átt í erfiðleikum með að halda þyngdinni í skefjum og ég er mjög lélegur í því,“ sagði Corden. Hann benti á að það væru ekki allir það heppnir að brenna 35 þúsund hitaeiningum á dag eins og umræddur sjónvarpsmaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson