Tritringur í herbúðum Loughlin yfir máli Huffman

Felicity Huffman er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lynette Scavo ...
Felicity Huffman er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lynette Scavo í þáttunum um Aðþrengdu eiginkonurnar. mbl.is/AFP

Dæmt verður í máli leikkonunnar Felicity Huffman í dag. Búist er við því að Huffman fái nokkuð vægan dóm en hún er ákærð í háskólasvindlsmálinu svokallaða. Huffman játaði fyrir dómara að hafa greitt ungri stúlku 15 þúsund bandaríkjadali til þess að taka SAT-próf fyrir dóttur sína.

Leikkonan Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli eru einnig ákærð í háskólasvindlsmálinu fyrir að hafa greitt fúlgur fjár til þess að koma dætrum sínum tveimur inn í háskóla.

Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli eiga von á mun þyngri dóm en Felicity Huffman. mbl.is/AFP

Þau sögðust vera saklaus fyrir dómara fyrr á árinu og því hefur mál þeirra gengið mun hægar en mál Huffman. Einnig er búist við að þau fái mun harðari dóm, en Loughlin og Giannulli gætu fengið allt að 40 ára fangelsisdóm.

Búist er við að Huffman fái í mesta lagi eins mánaðar fangelsisdóm, ásamt 12 á skilorði og fjársekt.

Loughlin og Giannulli munu mæta á áheyrnarfund fyrir dómara 2. október næstkomandi. Vinir Loughlin eru uggandi yfir máli hennar og telja hana hafa átt að játa sektina strax frá byrjun. Hjónin hafa sýnt samstöðu í málinu og afsöluðu sér réttinum að hafa hvort sinn lögfræðinginn.

Loughlin og Giannulli hafa haldið því fram að þau séu saklaus þar sem þau hafi ekki vitað að þau væru að gera eitthvað ólöglegt. Þau hafi vissulega greitt þessa upphæð en talið sig vera að styrkja skólann, líkt og tíðkast meðal ríkra foreldra í Bandaríkjunum.

Grundvallarmunur á málum þeirra Huffman og Loughlin liggur í því að Huffman játaði sekt sína strax hinn 9. apríl síðastliðinn. Loughlin hefur aftur á móti reynt að halda fram sakleysi sínu og þarf því að sæta harðari refsingu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki fyllilega hvað þú átt að leggja áherslu á í dag; starfsframann eða fjölskylduna. Frá og með deginum í dag ætti umbrotatímunum að vera lokið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki fyllilega hvað þú átt að leggja áherslu á í dag; starfsframann eða fjölskylduna. Frá og með deginum í dag ætti umbrotatímunum að vera lokið.