Kærastinn er á götunni

George Michael á tónleikum árið 2007.
George Michael á tónleikum árið 2007. mbl.is/AFP

Wham-stjarnan George Michael var í sambandi með hárgreiðslumanninum Fadi Fawaz þegar hann lést árið 2016. Í síðasta mánuði rak fjölskylda tónlistarmannsins Fawaz úr íbúð sem var í eigu Michaels og er nú svo komið, að því er fram kemur á vef The Sun, að hárgreiðslumaðurinn er á götunni. 

Það var Fawaz sem kom að George Michael látnum á jóldagsmorgun árið 2016 en fjölskylda Michaels virðist ekki hafa verið sátt við kærastann. Kemur fram í frétt The Sun að Fawaz hafi búið á hóteli síðustu vikur en á mánudaginn skráði hann sig út af því. Á hann að hafa sofið úti á götu í Covent Garden síðan. 

Þrátt fyrir að hafa búið með George Michael síðustu ár hans í lúxusvillu hans fékk Fawaz ekkert eftir lát kærastans og var skilinn út undan í erfðaskránni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýir vinir sem þú kynnist eru af því tagi að hægt er að umgangast þá við hvaða aðstæður sem er.