Skartaði nýju andliti eftir lýtaaðgerð

Sharon Osbourne birti mynd á Instagram af nýja andlitinu. Með …
Sharon Osbourne birti mynd á Instagram af nýja andlitinu. Með henni á myndinni er körfuboltakappinn Kobe Bryant en hann er töluvert hærri en Osbourne. skjáskot/Instagram

Sjónvarpsstjarnan Sharon Osbourne skartaði nýju andliti á sjónvarpsskjánum í vikunni. Osbourne er mjög ánægð með útkomuna og er ekki feimin við að tala um það sem hún lét gera við andlitið sér fyrir fimm vikum. 

Osbourne sagði í spjallþætti sínum The Talk að því er fram kemur á vef Page Six að hún hafi látið laga á sér hálsinn og svæðið í kringum kjálkana. Hin 66 ára gamla stjarna segir að læknarnir hafi eiginlega togað andlitið upp. „Allt lyftist bara,“ sagði stjarnan. 

Osbourne viðurkennir að vísu að fegurðin sé ekki sársaukalaus en fimm vikum seinna er hún enn að jafna sig. Hún finnur enn til, sérstaklega undir hökunni. 

Sjónvarpsstjarnan var líka mætt í þátt Jimmys Kimmels í vikunni þar sem Kimmel hrósaði henni fyrir vel heppnaða aðgerð. Þar var hún með kenningu um af hverju hennar lýtaaðgerð gekk svona ljómandi vel en ekki hafi allir sömu sögu að segja. Segir hún marga, bæði konur og karla, vilja láta laga á sér andlitið en því miður séu ekki allir jafnfærir sem bjóða upp á þjónustuna. 

View this post on Instagram

@KobeBryant is such an intelligent man and my granddaughter just loves his new children’s book “Legacy and the Queen”.

A post shared by Sharon Osbourne (@sharonosbourne) on Sep 11, 2019 at 1:11pm PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.