Lykillinn að 19 ára löngu hjónabandinu

Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas.
Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas. mbl.is/AFP

Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones hafa verið gift síðan árið 2000 en það er óvenjulegt að Hollywood-hjónabönd endist svo lengi. Douglas reyndi að upplýsa af hverju hjónabandið hefur verið jafn langlíft í viðtali við Us Weekly. 

Douglas þakkar meðal annars kurteisi velgengni þeirra Zetu-Jones sem verður fimmtug 25. september, sama dag og eiginmaður hennar verður 75 ára. 

„Veistu, stundum tökum við manneskjuna sem er næst okkur sem sjálfsagðan hlut. Ég myndi segja að við legðum stundum meira á okkur gagnvart ókunnugum en við gerum gagnvart manneskjunni sem er næst okkur,“ sagði leikarinn og segist hafa þetta í huga í sambandinu við þá einstöku konu sem eiginkona hans sé. 

Kurteisi er þó ekki eina leynivopnið. Douglas mælir einnig með að tala um hlutina. 

„Það hefur tekið mig langan tíma en það er auðvelt að fela gremju. Ég held að oftast sé mjög gott að tala um hlutina frekar fyrr en seinna.“

Hjónaband leikaranna hefur þó ekki alltaf verið fullkomið en þau til dæmis fluttu í sundur árið 2013.

Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones hafa verið gift í 19 …
Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones hafa verið gift í 19 ár. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.