Missti næstum vitið

Joaquin Phoenix.
Joaquin Phoenix. AFP

Joaquin Phoenix segist hafa byrjað að missa vitið er hann undirbjó sig fyrir hlutverk sitt sem Jókerinn í samnefndri kvikmynd sem kemur út í byrjun næsta mánaðar.

Phoenix, sem hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að taka undirbúninginn heldur alvarlega fyrir kvikmyndirnar sem hann leikur í, léttist töluvert fyrir hlutverkið.

„Það er víst þannig að það hefur áhrif á sálartetrið og maður fer að missa vitið þegar maður missir svo mikla þyngd á svo skömmum tíma,“ sagði Phoenix við ET Canada.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Enginn skyldi taka annan sem sjálfsagðan hlut. Vertu eins og svampur sem er til í að soga allt skemmtilegt, gáfulegt og listrænt í sig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Enginn skyldi taka annan sem sjálfsagðan hlut. Vertu eins og svampur sem er til í að soga allt skemmtilegt, gáfulegt og listrænt í sig.