Sumarið erfitt hjá Glowie

Kvíðinn hefur legið yfir Glowie eins og skuggi í allt …
Kvíðinn hefur legið yfir Glowie eins og skuggi í allt sumar. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir eins og hún heitir réttu nafni, skrifar í færslu á Instagram að kvíðinn hafi legið yfir henni eins og skuggi í sumar. Hún segist hafa grennst mikið og að það hafi komið niður á sjálfstrausti hennar. 

„Stundum leið mér eins og mér leið í skólanum þegar ég var 10 ára gömul, átti erfitt með að finna föt sem pössuðu og var óörugg að sýna granna líkamann minn. Ég hélt að sú tilfinning væri alveg farin en því miður kom hún aftur,“ segir Glowie. 

Glowie tjáir sig reglulega um þá erfiðleika sem hún þurfti að yfirstíga í grunnskóla, en henni var meðal annars strítt fyrir að vera of grönn.

Hún segist varla hafa trúað að sér liði svona þar sem hún hefur verið dugleg að tala um og syngja um jákvæða líkamsímynd. „En málið er að allir eru óöruggir og það er í lagi, bara góðu lagi,“ skrifar Glowie. 

Glowie segir að þessar tilfinningar muni koma og fara og við þurfum að finna okkar eigin leiðir til að takast á við þær. Sjálf ætlar hún að fara í danstíma, á æfingar, borða heilsusamlegan mat, hugleiða, hrósa sjálfri sér í 5 mínútur á hverjum degi og dansa salsa á nærfötunum á morgnana.

View this post on Instagram

Anxiety has been like a shadow behind me all summer. I’ve lost a lot of weight because of it which has come down on my confidence and my self-love. Sometimes I felt like I was back in school 10 years old and struggling with finding clothes that fit and feeling insecure about showing my skinny body in front of people. I thought that feeling was gone for good but unfortunately it came back. I couldn’t believe it, I’m the one always talking and singing about body positivity and this summer I was the one standing looking at myself in the mirror and not liking what I was seeing. But the thing is, everyone has insecurities and that’s okay, that is absolutely okay! They will come and go and we just need to find our way to work through them individually. These insecurities don’t come for no reason, sometimes it’s hard to find the reason why they’re there, just know that it takes time and you should give it time. I’m now on the journey of getting my body confidence back. To do: 👯‍♀️Go to a dance class. 🏃🏽‍♀️Exercise every morning. 🥗Eat A LOT of healthy food. 🧘🏻‍♀️Meditate. 💪🏼Give myself compliments about my body for 5 minutes straight every day. 💃🏻Dance salsa in my underwear in the morning like I used to(which is exactly what I’m doing on this photo in Barcelona couple of weeks ago). I think this is really exciting actually, it feels like a fresh start and I can’t wait for you guys to hear the new music that I’ve been working on. 🎶

A post shared by Glowie (@itsglowie) on Sep 14, 2019 at 9:06am PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.