Drottningin vill ekki heyra minnst á Meghan og Harry

Drottningin vill ekki heyra minnst á Meghan þessa dagana.
Drottningin vill ekki heyra minnst á Meghan þessa dagana. mbl.is/AFP

Elísabet Englandsdrottning er sögð vera ævareið við barnabarn sitt Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan hertogaynju. Ástæðan ku vera sú að Meghan flaug ein til New York til að horfa á tennisleik vinkonu sinnar Serenu Williams. 

Þar af leiðandi komust Harry, Meghan og sonur þeirra Archie ekki til Balmoral-kastala til að eyða tíma með drottningunni og Vilhjálmi og Katrínu. 

Sögusagnirnar byrjuðu eftir að blaðamaður skrifaði á Twitter að vinur kunningja hans hefði verið á leið á fund með drottningunni. Hann var beðinn um að ræða ekki eitt málefni við drottninguna og voru það hertogahjónin af Sussex. 

Samkvæmt heimildum Daily Mail var drottningin sár vegna þess að Meghan hafði tekið Williams fram yfir hana. Hún hafði hlakkað til að eyða nokkrum dögum með öllum langömmubörnunum sínum í Balmoral áður en veturinn hæfist. 

Elísabet er sögð hafa hlakkað til að eyða tíma með …
Elísabet er sögð hafa hlakkað til að eyða tíma með langömmubörnunum. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.