Krefur Hart um 60 milljónir

Gamanleikarinn Kevin Hart.
Gamanleikarinn Kevin Hart. mbl.is/AFP

Montia Sabbag, konan sem var tekin upp á myndband með leikaranum Kevin Hart á hótelherbergi, krefur hann nú um 60 milljónir bandaríkjadala. 

Málið kom upp árið í september 2017 og sagðist Hart einnig hafa verið fórnarlamb í málinu. Vinur hans J.T Jackscon var sakfelldur í málinu, en hann á að hafa komið fyrir myndbandsupptökuvél á hótelherbergi Harts í Las Vegas. Jackson reyndi svo að kúga fjármuni út úr Hart en hefur neitað því.

Hart hélt fram sakleysi sínu í málinu á sínum tíma en bað eiginkonu sína, þá ólétta, afsökunar á að hafa haldið framhjá henni. Sabbag sagði á þeim tíma að Hart væri saklaus og sagðist ekki vilja fá krónu frá honum. 

Nú hefur hún hinsvegar breytt framburði sínum og segir Hart hafa vitað af upptökuvélinni. Hún krefur hann því um 60 milljónir vegna þess skaða sem hún hlaut af málinu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.