Rekinn úr Saturday Night Live vegna kynþáttafordóma

Shane Gillis var rekinn.
Shane Gillis var rekinn. skjáskot/Instagram

Uppistandarinn Shane Gillis hefur verið rekinn úr gamanþáttunum bandarísku, Saturday Night Live, aðeins nokkrum dögum eftir að tilkynnt var að hann hefði fengið starfið.

Gillis var rekinn vegna upptöku úr hlaðvarpi þar sem hann viðhefur niðrandi ummæli um Kínverja. Í tilkynningu frá Saturday Night Live segir að þau hafi ekki vitað af þessum upptökum og að ummæli hans hafi verið niðrandi, særandi og óásættanleg. 

„Við viljum hafa fjölbreyttar raddir og sjónarhorn innan þáttarins og við réðum Shane vegna styrkleika hans sem uppistandari og hans góðu framkomu í áheyrnarprufunum,“ segir í tilkynningunni. Þau biðjast afsökunar að þetta hafi farið fram hjá þeim í ráðningarferlinu.  

Gillis segir í tilkynningu á Twitter að hann virði ákvörðun Saturday Night Light og þakkar fyrir að hafa fengið tækifærið.

Gagnrýnisraddir heyrðust strax og tilkynnt var um ráðningu Gillis. Hlaðvarpsþáttur frá 2018 fór í dreifingu þar sem Gillis gerir grín að Kínverjum og kallar það góða kynþáttafordóma. Úr upptökum um svipað leyti má heyra hann fara illum orðum um samkynhneigða karlmenn.

Good Good Comedy Theatre, leikhús í Philadelphia, heimabæ Gillis, tjáði sig um málið á Twitter og sögðust þau hafa valið að vinna ekki með Gillis vegna kynþáttafordóma hans og fordóma í garð kvenna og samkynhneigðra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler