Sér eftir að hafa ekki gert samning

Leikkonan Lori Loughlin og Mossimo Giannulli eru bæði ákærð.
Leikkonan Lori Loughlin og Mossimo Giannulli eru bæði ákærð. mbl.is/AFP

Bandaríska leikkonan Lori Loughlin sér eftir því að hafa ekki gert samning við ákæruvaldið þegar hún var fyrst ákærð í háskólasvindlsmálinu svokallaða. Loughlin var ákærð í vor fyrir að hafa greitt 500 þúsund bandaríkjadali til að svindla dætrum sínum inn í háskóla. 

Fyrsti dómurinn af mörgum í háskólasvindlsmálinu svokallaða féll á föstudaginn síðasta. Þá var leikkonan Felicity Huffman dæmd í 14 daga fangelsi, 250 tíma samfélagsvinnu og gert að greiða 30 þúsund bandaríkjadali í sekt. Hún játaði sekt sína í málinu á fyrsta fund fyrir dómara í vor. 

Það eru ekki margir kostir í stöðunni hjá Loughlin í ljósi dóms Huffman. Loughlin hefur haldið fram sakleysi sínu og mun þurfa að sannfæra ákæruvaldið um sakleysi sitt, vilji hún ekki fara í fangelsi. 

Hún vildi ekki gera samning í vor, þegar henni var boðið, líkt og Huffman, að játa sekt sína og fá lægri dóm fyrir vikið. Ólíklegt þykir að henni verði boðinn annar samningur og því líklegt að hún fái þyngri dóm en Huffman. Ef henni yrði boðinn samningur myndi hún samt sem áður lenda í fangelsi, þar sem dómur Huffman er fordæmisgefandi.

Heimildarmaður People segir að Loughlin hafi ekki skilið eðli ákærunnar til fulls þegar hún var fyrst ákærð. Hún taldi sig ekki hafa brotið lög, heldur aðeins vera að styrkja skólann. „Þetta var mjög snemma og hún var ekki með allar þær upplýsingar sem hún hefur núna. Miðað við það sem hún skildi á þeim tíma tók hún rétta ákvörðun fyrir sjálfa sig. Núna er enginn samningur á borðinu og hún þarf að leggja traust sitt á dómstólana og ákæruvaldið að hún fái sanngjarna málsmeðferð og að hennar mál verði ekki gert þannig upp að hún verði öðrum víti til varnaðar,“ sagði heimildarmaður People.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant