Allt í steik hjá Britney

Britney Spears.
Britney Spears. mbl.is/AFP

Það logar allt hjá Britney Spears og fjölskyldu hennar um þessar mundir. Fyrrverandi eiginmaður Britney og barnsfaðir hennar, Kevin Federline, sakaði pabba hennar, Jamie, um að beita son þeirra ofbeldi. 

Í kjölfarið óskaði Jamie eftir að annar forráðamaður yrði skipaður tímabundið yfir Britney, sem dómari gerði í síðustu viku. Eftir rannsókn á málinu gegn Jamie telur lögregla ekki nægilega mikil sönnunargögn vera í málinu til þess að hægt sé að taka afstöðu. Málið gegn Jamie hefur því verið látið falla niður. 

Þegar Jamie óskaði eftir að taka sér hlé frá því að vera forráðamaður dóttur sinnar gaf hann þá upp þá ástæðu að hann væri ekki við góða heilsu. Nú herma fregnir hinsvegar að Federline hafi fengið nálgunarbann gegn Jamie fyrir syni sína. Jamie hafi því neyðst að láta af forræðinu yfir dóttur sinni, svo hann myndi ekki brjóta nálgunarbannið. 

Eldfimt ástand

Britney og fjölskylda koma fyrir dómara í Los Angeles í dag og er búist við flugeldasýningu. Þar mun að sögn TMZ, Lynne, mamma Britney, óska eftir að Jamie verði ekki gerður aftur að forráðamanni dóttur þeirra. 

Núverandi forráðamaður, Jodi Montgomery, var aðeins skipuð tímabundið sem forráðamaður hennar, eða fram í janúar 2020.

Það er þó ekki meginástæða heimsóknar Spears-fjölskyldunnar til dómara, en dómari hefur síðustu vikur farið yfir sjúkrasögu Spears og kannað hvort hún hafi fengið viðeigandi meðferð síðustu ár. Læknirinn hennar, Timothy Benson, lést skyndilega  24. ágúst síðastliðinn. 

Britney er sögð bálreið við föður sinn fyrir að beita son hennar ofbeldi, og hefur hún ekki talað við hann síðan atvikið átti sér stað. Hún er því líkleg til þess að styðja móður sína í því að hann verði ekki gerður að forráðamanni hennar aftur. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.