13 ára og auglýsir nærföt á Instagram

Danielle Cohn auglýsir nærföt á Instagram.
Danielle Cohn auglýsir nærföt á Instagram. skjáskot/Instagram

Dustin Cohn, faðir áhrifavaldsins Danielle Cohn, segir raunverulegan aldur dóttur sinnar vera 13 ára. Danielle hefur hinsvegar haldið því fram að hún sé 15 ára. Dustin opnaði sig í færslu á Facebook þar sem hann segir frá dóttur sinni. 

Danielle er með 3,7 milljónir fylgjenda á Instagram en hún öðlaðist frægð í gegnum appið TikTok. Hún auglýsir reglulega nærföt og sundföt á reikningi sínum.

Dustin segir í færslunni að hann hafi aldrei verið með móður Danielle og að hún sé eina barn þeirra saman. Hún búi hjá móður sinni og hafi frá unga aldri tekið þátt í fegurðarsamkeppnum fyrir börn. Hann segir að sér ofbjóði hvernig dóttir sín hagi sér á samfélagsmiðlum, þar sem hún sé aðeins 13 ára. Honum þykir ekki við hæfi að hún fái greitt fyrir að auglýsa nærföt á samfélagsmiðlum. 

Hann hafi því gripið til þess ráðs að skrifa þessa færslu til þess að fólk átti sig á því hvað dóttir hans er raunverulega gömul. Danielle og móðir hennar hafa haldið því statt og stöðugt fram að hún sé 15 ára en ekki 13 ára.

Danielle birti opinbert skjal Instagram þar sem aldur hennar kemur fram og segir þar að hún sé fædd 2004. Í YouTube-myndbandi á rás móður hennar frá árinu 2012 kemur hinsvegar fram að hún hafi verið 6 ára þá. Fylgjendur hennar telja því skjalið sem hún birti falsað. 

Móðir hennar hefur komið henni til varnar á samfélagsmiðlum og segir hana vera 15 ára. Hún segir ekkert vera að því að dóttir hennar sé ungur áhrifavaldur, hún sé að byggja upp frama sinn og sé að skapa peninga. Móðirin er umboðsmaður dóttur sinnar.

View this post on Instagram

U need to calm down😉

A post shared by DANI🖤 (@daniellecohn) on Jul 27, 2019 at 1:28pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.